Tímarit Félagsráðgjafa

Tímarit félagsráðgjafa er gefið út af Félagsráðgjafafélagi Íslands

Tímarit félagsráðgjafa leit dagsins ljós árið 2006 þegar fyrsti árgangur þess kom út á vormánuðum. Tímaritið tók við af Félagsráðgjafarblaðinu sem hafði komið út um nokkurra ára skeið þar á meðal afmælisrit blaðsins Félagsráðgjöf á Íslandi. Það var gefið út í tilefni af 25 ára afmælis félagsins og kom út árið 1991. Blaðið er að finna hér á heimasíðu tímaritsins. Þar á undan hafði Félagsráðgjafafélagið gefið út fréttabréfið Málpípan í mörg ár. Með tilkomu Tímarits félagsráðgjafa urðu þáttaskil í fræðilegri útgáfustarfsemi félagsráðgjafar á Íslandi. Í blaðinu eru birtar bæði ritrýndar og almennar greinar, auk umræðugreina m.a. af vettvangi Félagsráðgjafafélagsins og starfi félagsráðgjafa. Í þessum fyrsta áfanga á rafvæðingu Tímarits félagsráðgjafa verður nú  hægt að leita uppi greinar í öllum tölublöðum Tímarits félagsráðgjafa á netinu. Þá er stefnt að því að tímaritið verði finnanlegt í leitarvélunum Google Scholar og Proquest . Í síðari áfanga rafvæðingar tímaritsins er gert ráð fyrir að greinar ætlaðar til birtingar í tímaritinu verði sendar rafrænt inn á heimasíðuna þannig að ritrýniferlið verði blint.

Árg. 12, Nr 1 (2018): Tímarit Félagsráðgjafa

Efnisyfirlit

Frá ritstjórum
 
PDF

Fagið og fræðin - Ritrýndar greinar

Hervör Alma Árnadóttir, Martha María Einarsdóttir
PDF
Guðbjörg Ottósdóttir, Maja Loncar
PDF
Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Ásta Pétursdóttir
PDF

Fagið og fræðin - Almennar greinar

Velferð barna – betur má ef duga skal
Steinunn Bergmann
PDF
Vinnuhópurinn Fyrsti 1001 dagurinn í lífi barns
Elísabet Sigfúsdóttir, Gunnlaug Thorlacius
PDF
Fylgdarlaus börn á flótta – vistun á vegum barnaverndarnefnda
Steinunn Bergmann
PDF
Handleiðsla – síðsamtími og fagheilsa Breytt samfélag og starfsheilsa
Sigrún Júlíusdóttir
PDF

Fagið og fræðin - af vettvangi sérsviða

 
PDF
 
PDF
Félagið
 
PDF