Grettistak starfsendurhæfing – Notendur hafa orðið

Erla Björg Sigurðardóttir, Margrét Þorvaldsdóttir

Útdráttur


Greinin er byggð á rannsókn sem gerð var árið 2011 meðal tíu þátttakenda í eftirfylgd starfsendurhæfingarúrræðisins Grettistaks í Reykjavík, ætlað atvinnulausum vímuefnaneytendum sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Í rannsókninni var leitað svara við því hvaða þættir starfsendurhæfingarinnar hefðu mætt þörfum þátttakenda og hvort einhverjir þættir hefðu síður mætt þörfum þeirra. Rannsóknin byggðist á stöðluðum spurningalista sem lagður var fyrir þátttakendur ásamt rýnihópaviðtölum og fyrirliggjandi gögnum. Helstu niðurstöður voru þær að allir þátttakendurnir höfðu haldið bindindi í a.m.k. 18 mánuði. Flestir voru einhleypir og áttu sögu um húsnæðisvanda. Í upphafi höfðu þátttakendur eingöngu lokið grunnskólaprófi, en í lokin höfðu tveir lokið námi úr Tækniskólanum og flestir aðrir voru í framhaldsskóla. Þeir þættir starfsendurhæfingarinnar sem þátttakendum þótti mæta þörfum þeirra best voru þéttur stuðningur, hópastarf SÁÁ, stuðningur og fræðsla félagsráðgjafa Grettistaks, undirbúningsnám í Námsflokkum, aðstoð í húsnæðismálum og fastar tekjur.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir