Skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd: Mat á flokkun tilkynninga hjá Barnavernd Reykjavíkur

Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Kristný Steingrímsdóttir

Útdráttur


Grein þessi byggir á MA-ritgerð sem fjallar um skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd (SOF), uppruna þess, þróun, notkun og gagnsemi. Rannsóknin miðar að því að meta hvernig skilgreiningar- og flokkunarkerfið hentar daglegri vinnslu. Rétt skráning skiptir miklu máli varðandi tölfræði og samanburð milli landshluta og við önnur lönd. Auk þess auðveldar gott flokkunarkerfi starfsmönnum barnaverndaryfirvalda vinnuna, gerir hana skilvirkari og veitir þar af leiðandi skjólstæðingum betri þjónustu með viðeigandi úrræðum. Barnaverndarstofa gefur út ársskýrslu sem byggir á úrvinnslu þeirra skráninga sem barnaverndarnefndir skila af sér. Rannsóknin felur í sér að meta flokkun barnaverndartilkynninga og greina hvort efni séu til endurskoðunar á skilgreiningar og flokkunarkerfinu. Gerð var eigindleg innihaldsgreining á tilkynningum sem bárust á einsmánaðartímabili til Barnaverndar Reykjavíkur. Greindar voru 448 tilkynningar sem vörðuðu 355 börn. Í ljós kom að um 82% tilkynninga töldust rétt flokkaðar en aðrar tilkynningar voru skráðar í ranga flokka eða lentu á gráu svæði. Í ljósi niðurstaðna er rætt um helstu þætti sem mætti taka til umhugsunar varðandi skilgreiningar- og flokkunarkerfið í barnavernd.


Efnisorð


Skilgreiningar- og flokkunarkerfi; barnavernd; skráning

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir