Börn og fangelsisrefsing

Íris Eik Ólafsdóttir

Útdráttur


Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf almennings til refsiúrræða og betrunar í fangelsiskerfinu. Gerð var megindleg viðhorfskönnun með spurningalista sem 1382 af 2620 svöruðu eða 53%. Rannsóknarspurningar voru: Hvert er markmiðið með fangelsisrefsingu? Hvernig á fullnusta á fangelsisrefsingum ungra dómþola á aldrinum 15–18 ára að vera? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að markmið fangelsisvistunar skuli vera að þjálfa, mennta og veita einstaklingum ráðgjöf svo að þeir hafi möguleika á að verða löghlýðnir borgarar. Allflestir þátttakendur telja að vista eigi ungmenni á viðeigandi stofnunum utan fangelsis. Þátttakendur voru fylgjandi beitingu vægari refsiúrræða eins og ákærufrestun hjá ungum dómþolum í minniháttar brotum. Svarendur töldu mikilvægt að félagsráðgjafar starfi í fangelsum. Jafnframt vilja þátttakendur að börn fanga fái stuðning á meðan faðir eða móðir er í fangelsi. Rannsókninni er ætlað að skapa nýja þekkingu á sviði fangelsismála og réttarfélagsráðgjafar.


Efnisorð


Betrun, börn í fangelsi; fangari; refsiúrræðii; réttarfélagsráðgjöf

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir