Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum

María Gunnarsdóttir, Anni G. Haugen

Útdráttur


Grein þessi er byggð á eigindlegri rannsókn en markmið hennar var að kanna hvenær tilsjón er beitt í barnaverndarmálum, uppbyggingu tilsjónar, reynsluna af úrræðinu og vinnuaðferðir félagsráðgjafa. Tvær barnaverndarnefndir tóku þátt í rannsókninni. Tekin voru viðtöl við fjóra félagsráðgjafa og tvær fjölskyldur. Tilsjónarsamningar og umsóknir um tilsjón voru skoðuð auk þess sem félagsráðgjafar hjá barnaverndarnefndunum svöruðu spurningalista um hverja fjölskyldu sem þáði tilsjón árið 2009. Niðurstöður benda til þess að helsta ástæðan fyrir afskiptum barnaverndarnefndar, þegar tilsjón var beitt, sé vanræksla varðandi umsjón og eftirlit, og tilfinningaleg vanræksla. Helstu markmið tilsjónar voru að veita uppeldislega ráðgjöf, skipuleggja daglegt líf heimilisins og veita móður persónulegan stuðning. Þátttaka foreldra og barna við gerð markmiða og við mat á árangri tilsjónar var takmarkaður. Við mat á niðurstöðum bendir ýmislegt til þess að helsti kostur úrræðisins sé sá að þjónustan fer fram á heimili fjölskyldunnar og er einstaklingsmiðuð. Helstu ókostir úrræðisins voru lítil verkstjórn og eftirlit og skortur á skýrum verkferlum.


Efnisorð


Barnavernd, tilsjón; barnamiðuð nálgun; þátttaka foreldra og barna

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir