Sýnileiki barnsins í barnaverndarmálum fyrir dómstólum

Guðrún Jónsdóttir

Útdráttur


Greinin er byggð á eigindlegri rannsókn (gagnarýni) þar sem markmiðið var að kanna hvernig hagsmunir og sjónarmið barna koma fram í dómum í barnaverndarmálum á Íslandi. Rannsóknin náði til 65 dómsmála á tímabilinu 2002-2009. Niðurstöður sýna að sjónarhorn barnsins birtist á mismunandi hátt í dómskjölum. Í nokkrum tilvikum kemur ekkert fram um hagsmuni eða sjónarmið barnsins, í öðrum tilvikum er fjallað almennt um hagsmuni barnsins, í tæpum helmingi málanna kemur fram að rætt hefur verið við barnið og í þriðjungi málanna er sjónarmiði barnsins svarað. Fjallað er um röksemdir fyrir þátttöku barna og nauðsyn þess að gæta betur að sjónarmiði þeirra. Bent er á atriði sem unnið geta gegn hagsmunum barna, svo sem langan málsmeðferðartíma, og að skilgreina þurfi betur hlutverk þeirra fagaðila sem vinna með börnunum og ræða við þau. Rætt er um nauðsyn þess að tryggja fagþekkingu á þessu sviði á vettvangi dómstólanna.

Efnisorð


Barnavernd, dómstólar, þátttaka barns, sjónarmið barns; Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir