Börn og fátækt

Guðný Björk Eydal, Cynthia Lisa Jeans

Útdráttur


Á undanförnum árum hafa rannsóknir á fátækt barna í velferðarríkjunum færst í vöxt. Í greininni er fjallað um stöðu þekkingar á fátækt barna á Íslandi og helstu aðferðir til að mæla barnafátækt. Rannsakendur hafa beitt margvíslegum aðferðum til að afla þekkingar um fátækt barna og hér verður rætt um kosti og galla ólíkra aðferða en megin áhersla verður lögð á það sem nefnt hefur verið sjónarhorn barnsins (e. the child perspective). Í greininni er greint frá niðurstöðum samanburðarrannsókna þar sem fátækt er skilgreind í samræmi við viðmið Evrópusambandsins sem sýna að staða Íslands og annarra Norðurlanda er svipuð. Þá er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sem unnin var á viðhorfi og upplifun 206 reykvískra barna á fátækt. Niðurstöður sýna að flest börnin þekkja til fátæktar í umhverfi sínu en lítill hópur barna segist búa við fátækt. Að lokum verður rætt um hvernig rannsóknir á fátækt barna geta haft áhrif á störf félagsráðgjafa með börnum og barnastefnu stjórnvalda.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir