Aldraðir innflytjendur

Sigurveig H. Sigurðardóttir

Útdráttur


Hópur aldraðra innflytjenda er ekki fjölmennur hér á landi enn sem komið er en gera má ráð fyrir að innflytjendum á ellilífeyrisaldri muni fjölga mjög á næstu árum. Margir þessara einstaklinga hafa alið stóran hluta ævi sinnar í öðru landi og hafa þeir aðlagast íslensku samfélagi misjafnlega vel. Í greininni verður leitast við að svara því hvort aldraðir af erlendum uppruna þurfi sérstaka þjónustu og ef svo er hvernig við getum búið okkur undir að mæta þörfum þeirra. Gerð verður grein fyrir rannsóknum á aðstæðum aldraðra innflytjenda í nágrannalöndum okkar og kynntar þær aðgerðir sem stjórnvöld leggja áherslu á til að mæta þörfum þessa ört vaxandi hóps. Lítið er vitað um aðstæður aldraðra innflytjenda hérlendis og er mikilvægt að auka rannsóknir á högum þeirra þannig að hægt verði að mæta þörfum þeirra um þjónustu.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir