Samræmi skilgreininga barnaverndarstarfsmanna á hugtakinu barnavernd

Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Útdráttur


Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna hvaða þætti barnaverndarstarfsmenn leggðu til grundvalla skilgreiningu á hugtakinu barnavernd og hversu mikið samræmi væri meðal barnaverndarstarfsmanna á skilgreiningu hugtaksins. Barnaverndarstarfsmenn voru beðnir um að svara spurningalista sem innihélt m.a. 14 dæmisögur sem fólu í sér eftirfarandi fimm þætti: 1) Áhættuþætti, 2) Misbrest í uppeldi (ofbeldi og vanræksla), 3) Áhættuhegðun barna, 4) Úrræði og 5) Stuðning/Þvingun. Gengið var út frá því að barnaverndarstarfsmenn teldu misbrest í uppeldi falla undir barnavernd og var því kannað í þeim þætti, hvort barnaverndarstarfsmenn teldu tilteknar líkamlegar refsingar sem liggja á gráu svæði teljast til líkamlegs ofbeldis og hvort tiltekin atvik sem einnig liggja á gráðu svæði, teldust til vanrækslu í umsjón og eftirliti eða ekki. Niðurstöður sýndu talsvert ósamræmi meðal barnaverndarstarfsmanna varðaði lykilþætti til skilgreininga á hugtakinu barnavernd, en misjafnlega mikið eftir þáttum. Nokkuð ósamræmi var einnig að meðaltali hjá hverjum barnaverndarstarfsmanni fyrir sig við skilgreiningu hugtaksins. Ekki komu fram tengsl milli menntunar og skilgreiningar á hugtakinu, en marktæk tengsl voru milli búsetu og skilgreiningar hugtaksins.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir