Velferð nemenda - hlutverk skólafélagsráðgjafa

Sigrún Harðardóttir

Útdráttur


Útdráttur
Í þessari grein er fjallað um niðurstöður doktorsrannsóknar þar sem könnuð voru tengsl sálfélagslegrar líðanar nemenda við upphaf náms í framhaldsskóla og námsframvindu með áherslu á nemendur með námserfiðleika. Rannsóknin sneri að þremur árgöngum nemenda sem hófu nám við framhaldsskóla haustin 2005–2007, alls 270 nemendur. Við upphaf náms var lagður fyrir nemendur sjálfsmatslisti sem mælir sálfélagslega líðan, og fjórum og hálfu ári síðar var haft samband við nemendurna og upplýsinga aflað um námsframvindu. Tíu nemendur sem áttu við námserfiðleika að stríða, en höfðu lokið námi, voru valdir til þátttöku í eigindlegri rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendur sem eiga við námsvanda að etja búa við lakari sálfélagslega líðan í upphafi náms en aðrir nemendur og hverfa frekar frá námi. Meirihluti þeirra nemenda sem hófu nám á bóknámsbrautum hafði lokið námi að fjórum og hálfu ári liðnu, eða 72%, en einungis 16% þeirra nemenda sem áttu við námsvanda að stríða og hófu nám á almennri braut. Niðurstöður sýna að mikilvægt er að úrræði skóla byggist á heildarsýn á þarfir nemenda með námserfiðleika og að það stuðli að góðri sálfélagslegri líðan þeirra og velgengni í námi. 

Lykilorð: Sálfélagsleg líðan, heildarsýn, sjálfsmatslistinn YSR, skólafélagsráðgjöf. 


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir