Ungt fólk í kreppu - Atvinnu-, fjárhags- og félagsstaða

Guðný Björk Eydal, Klara Valgerður Brynjólfsdóttir

Útdráttur


Ungt fólk í kreppu – atvinnu-, fjárhags- og félagsstaða 

Guðný Björk Eydal, Klara Valgerður Brynjólfsdóttir

Útdráttur

Greinin fjallar um stöðu og afdrif ungs fólks á aldrinum 18–24 ára sem fékk fjárhagsaðstoð í Reykjavík sex mánuði eða lengur árið 2008. Spurt er hve lengi þessir einstaklingar hafi þegið fjárhagsaðstoð og hvernig aðstæðum þeirra sé háttað. Til að fá upplýsingar um stöðu þessa hóps var aflað gagna úr málaskrám hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og hópnum fylgt eftir til 2011. Niðurstöður sýna að 68% hópsins þurftu enn á fjárhagsaðstoð að halda árið 2011. Aðstæður í uppvexti hafa í mörgum tilvikum verið bágbornar og menntunarstig hópsins er lægra en almennt gerist meðal sama aldurshóps. Félagsleg staða hópsins er veik, vímuefnaneysla er algeng og stór hluti hans glímir við geðræn vandkvæði. Niðurstöður benda til þess að þau úrræði sem fyrir hendi voru hafi eingöngu nýst hluta hópsins til að bæta aðstæður sínar og skoða þurfi hvernig hægt sé að mæta enn betur þörfum ungs fólks sem fær fjárhagsaðstoð til lengri tíma.

Lykilorð: ungt fólk, fjárhagsaðstoð, atvinnuleysi, afdrif.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir