Áhrif félagshæfni á líðan fullorðinna

Hervör Alma Árnadóttir, Ólöf Alda Gunnarsdóttir

Útdráttur


Útdráttur

Áhersla á gildi félagslegrar hæfni og félagslegra samskipta fyrir velferð einstaklinga hefur vaxið á síðustu árum meðal fag- og fræðimanna. Niðurstöður fyrri rannsókna benda til þess að einstaklingum sem mælast með góða félagshæfni líði betur en þeim sem eru síður félagshæfir (Umberson og Montez, 2010). Greinin er byggð á niðurstöðum rannsóknar Ólafar Öldu Gunnarsdóttur (2014). Markmiðið er að skoða áhrif félagshæfni á tilfinningalega líðan einstaklinga á aldrinum 18–59 ára á Íslandi. Rannsóknin var þversniðsrannsókn þar sem unnið var úr fyrirliggjandi gögnum ASR-sjálfsmatslista frá 380 einstaklingum. Niðurstöður staðfesta að almennt metur fólk félagshæfni sína góða. Munur var á félagshæfni og félagslegu tengslaneti eftir aldri á þann hátt að því eldri sem einstaklingarnir voru, þeim mun minni mátu þeir félagshæfni sína. Þeir sem áttu systkin höfðu mun meiri vinatengsl en þeir sem ekki áttu systkin. Fylgni var á milli lítillar félagshæfni og tilfinningalegrar vanlíðanar. Einstaklingum sem mældust með meiri félagshæfni og öflugra tengslanet leið betur en þeim sem höfðu minni félagshæfni. Niðurstöður sýna að mikilvægt er fyrir félagsráðgjafa að styrkja félagshæfni fólks til þess að fyrirbyggja tilfinningalega vanlíðan.

Lykilorð: félagshæfni, félagslegt tengslanet, tilfinningaleg líðan.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir