Tengsl sjálfsvígshegðunar og sjálfsmyndar unglinga/ungmenna

Hrefna Ólafsdóttir, Hjördís Rós Jónsdóttir

Útdráttur


Markmið rannsóknarinnar sem fjallað er um í greininni er að varpa ljósi á tengsl sjálfsmyndar og sjálfsvígshegðunar á meðal unglinga/ungmenna á Íslandi. Þátttakendur eru unglingar og ungmenni úr þremur framhaldsskólum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að afla þekkingar á sviði sjálfsvígshegðunar á meðal unglinga og ungmenna. Rannsóknarspurningin er um það hvort sterk sjálfsmynd sé verndandi þáttur. Spurningalistinn sem lagður var fyrir þátttakendur samanstendur af  Rosenbergs sjálfs-virðingar skala (e. Rosenberg self-esteem scale) og spurningum um sjálfsvígshegðun.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að marktækt neikvætt samband er á milli sjálfsmyndar og sjálfsvígshegðunar, þannig að sterkari sjálfsmynd dregur úr líkum á sjálfsvígshegðun. Einnig kom fram að 30% þátttakenda hafa upplifað að þá langi ekki til að lifa, 20% hafa hugleitt sjálfsvíg og 5% hafa gert sjálfsvígstilraun. Niðurstöðurnar gefa til kynna mikilvægi þess að unglingar og ungmenni fái stuðning sem miðar að því að fyrirbyggja sjálfsvígshegðun og að einn liður í því sé að styrkja sjálfsmynd þeirra.


Efnisorð


sjálfsvígshegðun, sjálfsmynd, unglingar, ungmenni

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir