Samfélagslist sem aðferð til að auka þátttöku barna í félagsráðgjöf

Hervör Alma Árnadóttir, Martha María Einarsdóttir

Útdráttur


Samfélagslist er félagslegt listform sem listamenn vinna oft í samvinnu við borgarana með það markmið fyrir augum að rýna í tiltekin málefni og vekja á þeim athygli. Samtökin Barnaheill – Save the children á Íslandi stóðu árin 2014 til 2016 fyrir listsýningunni Óskir íslenskra barna til að vekja athygli á fátækum börnum og á ofbeldi gagnvart börnum. Greinin byggist á niðurstöðum rannsóknar á ummælum barna eftir að þau höfðu séð sýninguna. Markmiðið er að athuga hvort samfélagslist getur nýst félagsráðgjöfum til þess að styðja börn til þátttöku í umræðu um erfið málefni. Tilgangurinn er að benda á skapandi leiðir til aukinnar þátttöku barna í samfélaginu. Rannsóknin var eigindleg og unnið með gögn sem urðu til á sýningunni, nefnilega óskir sem börn skrifuðu á miða eftir að hafa gengið um sýninguna. Niðurstöður benda til þess að aðferðina megi nýta til að styðja börn til þátttöku. Tekist hafi að skapa vettvang fyrir börn til að tjá sig um upplifun sína af viðfangsefni sýningarinnar og setja fram í því sambandi skilaboð um betra líf fyrir börn. Höfundar velta því fyrir sér hvort félagsráðgjafar geti nýtt sér fjölbreytt form samfélagslistar til þess að auka þátttöku barna.

 

Abstract:

Community art is a social form of art practice where artists
often work in collaboration with the public with the aim of
placing certain issues in focus and under scrutiny. The organization
Barnaheill — Save the children in Iceland organized
an art exhibition in 2014–16 entitled The Wishes of Icelandic
Children in order to put children's poverty and violence aimed
at them into focus. This paper is based on the results of a study
on the wishes and comments made by children after having
seen the exhibition. It is an examination of whether it is feasible
to use community art in order to support children's participation
in discussing difficult issues, with the aim of highlighting
creative ways to increase children's general participation in society.
The research was qualitative and the data used was made
during the exhibition. This data was in the form of wishes the
children wrote down after having viewed the exhibition. The
results indicate that the exhibition was successful in creating a
podium where children were able to express their experiences
as well as presenting wishes and comments relating to how to
improve children's life. The authors speculate as to whether
social workers can utilize the diverse possibilities of community
art in order to increase the participation and activity of
children.


Efnisorð


börn; fátækt; ofbeldi; samfélagslist; þátttaka; children; poverty; violence; community art; participation

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir