Ungt flóttafólk: Að taka skrefin inn á fullorðinsárin

Guðbjörg Ottósdóttir, Maja Loncar

Útdráttur


Ungt fólk 18 til 25 ára lifir á tímabili umbreytinga og er að taka skref inn á fullorðinsár með öllum þeim væntingum um frammistöðu í nýjum hlutverkum sem samfélagið gerir til þeirra. Lítil þekking er fyrir hendi um reynslu ungs flóttafólks og áhrif búferlaflutninga á komandi fullorðinsár þessa hóps. Fjallað er um hluta af niðurstöðum eigindlegrar MA-rannsóknar um reynslu ungs flóttafólks 18 til 26 ára af því að setjast að á Íslandi, þ.e. um reynslu þeirra af menntun. Tekin voru sex hálfstöðluð viðtöl við sex einstaklinga (tvo karla og fjórar konur) með stöðu flóttafólks, og voru þátttakendur valdir með aðferð markmiðsúrtaks. Þátttakendurnir voru frá fjórum ríkjum í þremur heimsálfum og höfðu búið á Íslandi í 1–10 ár. Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð, kóðuð og þemagreind. Niðurstöður benda til að ungt flóttafólk upplifi hindranir þegar kemur að aðgengi að menntun, og tengjast þær réttindastöðu þeirra, skorti á stuðningi í skólaumhverfi, flóknu tungumálaumhverfi, færni þeirra í íslensku og ábyrgð gagnvart ættingjum. Þátttakendur bjuggu þó yfir þoli og seiglu sem gerði þeim kleift að viðhalda draumum um háskólanám og gera áætlanir.

Abstract
Young people aged 16 to 25 are on the cusp of childhood and adulthood, making transition into adulthood, which include their aspirations for higher education. Few studies have explored the impact migration has on transitions of young adults who are refugees. This paper discusses part of results from a qualitative MA study on the experiences of refugees aged 18–26 of settling in Iceland. Six semi-structured interviews were taken with six people (two men and four women) with refugee status who had lived in Iceland between 1–10 years and were from four countries in three different parts of the world. Participants were selected by purposive sampling method. Interviews were recorded, transcribed and analyzed using a coding and thematic analysis method. The findings indicate that young people experienced barriers in participating in higher education due to language difficulties, legal status and rights, lack of support and family responsibilities. They were however resilient despite these challenges and held onto their aspirations for higher education, making plans to fulfil them.

Efnisorð


ungt flóttafólk; komandi fullorðinsár; menntun; young adult refugees; emerging adulthood; education

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir