Hvaða hindrunum mætir ungt fólk sem er utan vinnu og skóla?

Guðný Björk Eydal, Björk Vilhelmsdóttir,

Útdráttur


Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvað hindrar ungt fólk sem hvorki hefur verið í vinnu né skóla í að taka þátt í námi, virkniúrræðum eða stunda vinnu. Fyrri rannsókn annars höfundar, Bjarkar Vilhelmsdóttur, sýndi að þó að ungir viðmælendur hefðu áhuga á að breyta stöðu sinni þá voru úrræði um leið vannýtt. Rannsóknin vakti því spurningar um það hvað hindrar þátttöku þeirra og hvort yngra fólk fær þjónustu, úrræði og stuðning við hæfi. Tekin voru fjórtán viðtöl alls, níu við einstaklinga á aldrinum 19–25 ára sem voru skráðir langtímaatvinnulausir á Vinnumálastofnun og/eða í úrræði á vegum VIRK fyrir ungt óvirkt fólk, og fimm við ráðgjafa sem vinna með einstaklingum í þessari stöðu. Niðurstöður sýna að margvíslegar hindranir eru fyrir þátttöku unga fólksins. Ráðgjafarnir töluðu mest um félags- og fjárhagslegar hindranir og að störf og stuðningur við hæfi væri ekki fyrir hendi. Unga fólkið lagði áherslu á persónulegar hindranir, einkum geðraskanir, en nefndi einnig fjárhagslegar hindranir. Niðurstöðurnar eru ábending til félagsráðgjafa um mikilvægi þess að beita styrkleikanálgunum og valdeflingu til að mæta þörfum þessa hóps og þróa úrræði í samráði við notendur.


Efnisorð


ungt fólk; hindranir; valdefling; félagsráðgjöf

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir