„Við eigum ekkert hús“ Reynsla og upplifun barna af því að búa við fátækt

Hervör Alma Árnadóttir, Soffía Hjördís Ólafsdóttir

Útdráttur


Um eitt af hverjum tíu börnum á Íslandi býr við efnislegan skort og birtast afleiðingar þess meðal annars í skertum tækifærum og ójöfnuði. Hér verða kynntar niðurstöður rannsóknar á áhrifum fátæktar á líf og aðstæður barna. Markmiðið er að varpa ljósi á reynslu barna af því að búa við fátækt og upplifun þeirra af áhrifum fátæktar á samskipti við fjölskyldu og vini. Spurt er: Hvernig er reynsla barna sem búa við fátækt af félagslegum aðstæðum sínum? Hvernig upplifa börn sem búa við fátækt samskipti sín við fjölskyldu og jafningja? Gagna var aflað með eigindlegum hálfstöðluðum viðtölum við ellefu börn á aldrinum 7–12 ára, sem bjuggu hjá foreldrum sem höfðu fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sér til framfærslu í þrjá mánuði eða lengur. Í niðurstöðum kemur fram að börnunum var tíðrætt um erfiðar húsnæðisaðstæður fjölskyldunnar sem einkenndust af örum flutningum og oft þröngbýli. Að þeirra mati takmörkuðu aðstæður möguleika þeirra til tómstunda og gátu haft neikvæð áhrif á samskipti við jafnaldra og fjölskyldumeðlimi. Niðurstöður benda til þess að leggja þurfi áherslu á að tryggja búsetuöryggi fjölskyldna sem búa við fátækt.


Efnisorð


börn; bernskufræði; fátækt; velferð; þátttaka

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir