Hin dulda útilokun „Það er erfitt að blómstra þegar maður hefur ekki umhverfi“

Sigrún Harðardóttir, Þorlákur Helgi Helgason

Útdráttur


Í greininni er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem hafði að meginmarkmiði að varpa ljósi á uppvaxtarár og skólareynslu kvenna sem hafa tekið þátt í endurhæfingarúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar. Leitast var við að fá fram sem gleggsta mynd af því hvernig þær túlka reynslu sína og hvaða áhrif hún hefur haft á félagslega stöðu þeirra í dag. Rannsóknin var eigindleg og voru tekin viðtöl við sex konur á aldrinum 24–35 ára, sem allar eru einstæðar mæður. Niðurstöður sýna að aðstæður kvennanna í uppvexti voru bágbornar og þær féllu úr námi á unglingsárum. Í dag kljást þær við margþættan heilsufarsvanda og standa frammi fyrir ýmsum áskorunum varðandi uppeldi barna sinna. Út frá niðurstöðunum má álykta að uppeldisaðstæður kvennanna hafi haft afdrifarík áhrif á skólagöngu þeirra. Slíkar niðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að skólinn sinni uppeldis- og velferðarhlutverki sínu í samstarfi við foreldra og félags- og heilbrigðisstofnanir. Með því væri hægt að sinna beinum forvörnum sem fælust í því að hugað yrði að þörfum barna og séð til þess að þau nytu verndar á þeirra forsendum og út frá þeim uppeldisaðstæðum sem þau búa við. Lykilo


Efnisorð


börn; erfiðar heimilisaðstæður; brottfall; félagsleg staða; endurhæfingarúrræði

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir