Ungt fólk með endurhæfingar- eða örorkulífeyri Hvað aftrar virkni á vinnumarkaði eða í námi?

Ásta Snorradóttir, María Björk Jónsdóttir

Útdráttur


Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á hópum ungra endurhæfingar- og örorkulífeyrisþega eftir því hvort þeir voru virkir í námi eða vinnu eða ekki. Horft var til menntunarstigs, framhaldsskólagöngu, mats á eigin heilsu og sjálfstrúar. Samanburðurinn getur veitt þekkingu um þætti sem aftra virkni ungra lífeyrisþega og getur þannig gagnast við að stemma stigu við varanlegri örorku ungs fólks. Rannsóknin er megindleg og notuð voru fyrirliggjandi gögn frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður sýndu að bæði endurhæfingar- og örorkulífeyrisþegar sem voru óvirkir í vinnu eða námi höfðu síður farið í framhaldsskólanám en þeir sem voru virkir, og fleiri í þeim hópi höfðu hætt framhaldsskólanámi. Auk þess mátu þeir heilsu sína verri og höfðu minni sjálfstrú en þeir sem voru á vinnumarkaði eða í námi. Rannsóknin gefur til kynna að þætti, sem stuðla að vanvirkni meðal ungra lífeyrisþega, megi greina á framhaldsskólastigi og það gefi möguleika á forvörnum. Mikilvægt er að efla úrræði fyrir unga einstaklinga í áhættuhóp á framhaldsskólastigi og stemma stigu við brottfalli úr námi. Einnig þarf að leggja áherslu á virkniúrræði fyrir unga öryrkja og leitast þannig við að auka sjálfstrú þeirra.

Efnisorð


ungt fólk; virkni; heilsa; hindranir; endurhæfingarlífeyrir; örorkulífeyrir

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir