…En við erum bara manneskjur Áfallasaga, upplifun og reynsla heimilislausra kvenna sem nota vímuefni í æð

Steinunn Hrafnsdóttir, Sif Sigurðardóttir

Útdráttur


Rannsóknin sem hér er lýst beindist að heimilislausum konum sem nota vímuefni í æð. Markmið hennar var að varpa ljósi á reynslu þeirra af áföllum og þróun vímuefnaröskunar, hvort þær hefðu upplifað fordóma og hver reynsla þeirra hefði verið af þeirri þjónustu sem þær hafa fengið. Notað var tilgangsúrtak og gagna aflað með eigindlegu hálfstöðluðu viðtali við sex konur á aldrinum 24–47 ára. Niðurstöður sýna að konurnar áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli í æsku og/eða á fullorðinsárum, auk þess að hafa verið beittar ofbeldi og lifað í nánd við mikið ofbeldi. Þær upplifðu mikla fordóma og stimplun. Konurnar töldu allar að þjónustan þyrfti að vera einstaklingsbundin og til langs tíma, með áherslu á sjálfsvinnu. Þær óskuðu þess einnig að vera mætt af virðingu og skilningi á jafnréttisgrundvelli. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að mikilvægt sé að bæta þjónustu við hópinn með því að sinna ólíkum þörfum hans á heildrænan hátt.

Efnisorð


konur; áföll; vímuefnavandi; heimilisleysi; þjónusta

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir