„En samt ég bara, ég get ekki“ Áhrif fátæktar á félagslega þátttöku barna innflytjenda

Guðbjörg Ottósdóttir, Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Útdráttur


Erlendar rannsóknir sýna að börn innflytjenda eru líkleg til að búa við fátækt og tengist það almennt veikri stöðu innflytjenda á vinnumarkaði í mörgum ríkjum. Aðstæður barna innflytjenda sem búa við fátækt hafa ekki verið rannsakaðar hérlendis. Greinin fjallar um hluta af niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á upplifun reykvískra barna af fátækt og aðstæðum sínum. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun barna af áhrifum fátæktar á samveru og tengsl við vini og tómstundir. Viðtöl voru tekin við átta börn af ýmsu þjóðerni á aldrinum átta til fjórtán ára sem öll bjuggu við fátækt. Helstu niðurstöður sýndu að flestöll börnin stunduðu einhverjar tómstundir. Þau áttu ýmist vini sem voru af íslenskum uppruna, af erlendum uppruna eða hvoru tveggja. Börn sem stunduðu íþróttir og áttu vel stæða vini fundu einna mest fyrir áhrifum fátæktar. Sum barnanna upplifðu skömm yfir aðstæðum sínum og leituðust við að fela þær fyrir vinum sínum með ýmsum hætti. Mikilvægt er að yfirvöld tryggi með markvissum hætti að öll börn geti búið við fjárhagslegt öryggi og húsnæðisöryggi þar sem þetta tvennt er undirstaða festu í lífi barna.

Efnisorð


fátækt; innflytjendur; flóttafólk; tómstundir; vinir

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir