„Er maður þá að bregðast þessu barni?“ Þjónusta sveitarfélaga fyrir seinfæra foreldra

Sigrún Harðardóttir, Lilja Rós Agnarsdóttir

Útdráttur


Foreldrahlutverkinu fylgja ýmsar áskoranir sem snúa að umönnun og uppeldi barna. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að kanna með hvaða hætti þjónustusvæði barnaverndarnefnda hér á landi veita seinfærum foreldrum stuðning við uppeldi barna sinna. Í rannsókninni var spurningalisti lagður fyrir 25 af 27 stjórnendum á þjónustusvæðum barnaverndarnefnda í gegnum síma. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að á meirihluta þjónustusvæðanna er ekki notað sértækt námsefni við kennslu og þjálfun seinfærra foreldra og að starfsmenn skortir þekkingu á gagnlegum aðferðum í vinnu með seinfærum foreldrum. Auk þess kom fram að um þriðjungur þjónustusvæðanna veitir seinfærum foreldrum ekki þjónustu nema farið sé með mál þeirra sem barnaverndarmál. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæta þurfi þjónustu við seinfæra foreldra og auka aðgengi starfsfólks að fræðslu og hagnýtum úrræðum.

Efnisorð


seinfærir foreldrar; barnavernd; þjónusta; sértækt námsefni

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir