Viðbrögð félagsþjónustu í kjölfar ólíkra samfélagslegra áfalla - Suðurlandsskjálfti og bankahrun 2008

Ragnheiður Hergeirsdóttir, Guðný Björk Eydal

Útdráttur


Markmið rannsóknarinnar var að greina viðbrögð félagsþjónustu Árborgar í kjölfar tveggja samfélagslegra áfalla árið 2008, Suðurlandsskjálftans og bankahrunsins. Rannsóknin var tilviksrannsókn og gagna var aflað með greiningu á skjölum og skráðum heimildum um áföllin og með níu upplýsingaviðtölum við starfsmenn félagsþjónustunnar í Árborg árið 2008, fulltrúa annarra viðbragðsaðila almannavarna og fræðafólk á þessu sviði. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í samanburði á viðbrögðum félagsþjónustu við tveimur ólíkum áföllum og niðurstöðurnar geta haft hagnýtt gildi fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga hér á landi og erlendis. Niðurstöður sýna að viðbrögð voru um margt mjög ólík vegna áfallanna; eftir jarðskjálftana var lögð mikil áhersla á að veita upplýsingar og að tryggja fólki öruggt húsnæði en eftir bankahrunið var aðaláherslan á að tryggja fjárhagsaðstoð og stuðning við börn og fjölskyldur þeirra en ekki var lögð sérstök áhersla á stuðning vegna húsnæðismála. Niðurstöðurnar gefa tilefni til frekari rannsókna á hlutverki félagsþjónustu sveitarfélaga á tímum samfélagslegra áfalla. Þá staðfesta niðurstöðurnar mikilvægi sérstakra viðbragðsáætlana fyrir félagsþjónustuna.

Efnisorð


félagsþjónusta sveitarfélaga; samfélagsleg áföll; viðbragðsáætlanir; jarðskjálfti; bankahrun

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir