Hvað þarf til svo erlendar menntakonur fái vinnu við hæfi? - Tilraunaverkefni um atvinnumál innflytjenda á Norðurlandi

Sveinbjörg Smáradóttir, Markus Meckl

Útdráttur


Konur af erlendum uppruna eru mjög viðkvæmur hópur á íslenskum vinnumarkaði. Þær eru mun ólíklegri en íslenskar konur og erlendir karlar til að fá störf í samræmi við menntun, eiga erfitt með að fá menntun sína viðurkennda og fá ekki nægan stuðning til að ná árangri á vinnumarkaðnum. Virk þátttökurannsókn var gerð á Akureyri þar sem fjórar erlendar konur með háskólamenntun fengu einstaklingsmiðaðan stuðning í leit að störfum við hæfi. Markmiðið með tilraunaverkefninu var að finna hindranirnar og leggja til möguleg úrræði. Helstu fyrirstöður voru: Ófullnægjandi íslenskukunnátta; skortur á tækifærum til þjálfunar í íslensku; og mikið framboð á íslensku fagfólki. Þátttakendur fengu ekki störf meðan á verkefninu stóð. Greinileg þörf er á kerfislægum breytingum til að losna úr þeim vítahring að fá ekki starf vegna ófullnægjandi íslenskugetu en læra heldur ekki tungumálið vegna fárra kosta á störfum þar sem töluð er íslenska. Ljóst er að samstarf stjórnvalda, samfélags og stofnana er grundvallaratriði og má finna fyrirmyndir á höfuðborgarsvæðinu sem vert er að horfa til.

Efnisorð


innflytjendur; konur; atvinna; jafnrétti; tilraunaverkefni

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir