Vinaleysi og vanlíðan hjá börnum og unglingum - Rannsóknir á árangri af PEERS- námskeiðum í félagsfærni á Íslandi

Ingibjörg Karlsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Útdráttur


Í þessari grein er sagt frá niðurstöðum tveggja rann- sókna sem höfðu það að markmiði að kanna árangur af PEERS-námskeiðum í félagsfærni fyrir börn og unglinga með röskun á einhverfurófi, ADHD, kvíða, þung- lyndi eða aðra félagslega erfiðleika. Námskeiðin voru skipulögð bæði innan Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og á vegum Félagsfærni-Lesblindu ehf., frá byrjun haustannar 2016 til loka vorannar 2019. Rannsóknirnar tóku alls til 22 námskeiða og voru þátt- takendur 154 börn og unglingar ásamt foreldrum/for- sjáraðilum. Mat á árangri námskeiðanna byggðist á greiningu á niðurstöðum spurningalista sem voru lagðir fyrir þátttakendur, börn/unglinga og foreldra þeirra, fyrir og eftir hvert námskeið. Spurningalistarnir voru fjórir og með þeim var verið að mæla félagsfærni, félags- virkni, samkennd og kvíða. Í heild benda niðurstöð- urnar til þess að PEERS-námskeiðin skili árangri hvað varðar félagsfærni, samfundi (hittinga) með jafnöldrum og samkennd hjá báðum aldurshópum, og dragi úr kvíða hjá eldri aldurshópnum. Í ljósi niðurstaðna þessara rannsókna má álykta sem svo að PEERS-nám- skeið í félagsfærni geti stuðlað að bættri líðan barna og unglinga, félagslegri aðlögun þeirra, og bættri náms- framvindu og framtíðarhorfum.

Efnisorð


PEERS-námskeið;félagsfærni;einhverfurófsröskun;ADHD

Heildartexti:

Pdf

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir