Börn sem eru aðstandendur foreldra með krabbamein
Útdráttur
Markmiðið með þessari rannsókn var að kortleggja fjölda barna undir 18 ára sem væru skráð á sama lög- heimili og foreldri með krabbamein. Tilgangurinn var að skoða hvort fjölskyldan hefði fengið félagsráðgjöf eða þegið stuðning Fjölskyldubrúarinnar á krabbameins- lækningadeildum Landspítalans á tímabilinu september til nóvember 2019. Aðferðin var megindleg og fólst í því að safna breytum úr Þjóðskrá og innihaldsgreina fyrirliggjandi gögn í Sögunni, sem er skráningarkerfi í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Niðurstöður sýndu að í 165 fjölskyldum þar sem foreldri var með krabba- mein voru samtals 270 börn skráð á sama lögheimili. Algengasta fjölskyldugerðin var krabbameinsveik móðir sem bjó með maka sínum og börnum. Þegar litið er til barnanna var meirihluti þeirra á unglingsaldri, 12 til 18 ára. Kynjahlutfall þeirra var fremur jafnt en þó voru drengir í örlitlum meirihluta. Niðurstöður sýndu einnig að 64 foreldrar fengu aðstoð frá félagsráðgjafa á meðan aðeins sex fjölskyldur þáðu stuðning Fjöl- skyldubrúarinnar á rannsóknartímabilinu. Heildar- niðurstöðurnar gefa tilefni til frekari rannsókna á málefnum barna sem eru aðstandendur foreldra með krabbamein.
Efnisorð
börn;aðstandendur;foreldri með krabbamein;félagsráðgjöf;Fjölskyldubrú.
Heildartexti:
PDFBaktilvísanir
- Engar baktilvísanir