Þættir sem hafa áhrif á samskipti og tengsl í parsambandi hjá barnafjölskyldum

Björg Vigfúsdóttir, Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Útdráttur


Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða þætti sem hafa áhrif á samskipti og tengsl í parsambandi, og þá sérstaklega hjá pörum sem eru undir álagi vegna barnauppeldis. Um eigindlega rannsókn var að ræða. Viðtöl voru tekin við tíu pör á aldrinum 30 til 40 ára. Á þessu aldursbili eru pör að sinna hvað flestum hlutverkum í lífinu og því líklegri en ella til að upp- lifa streitu sem aftur getur haft áhrif á parsambandið. Niðurstöður sýndu að neikvæð reynsla af fyrri sambúð í formi ofbeldis eða framhjáhalds gat haft slæm áhrif á núverandi parsamband. Jafnframt kom fram að álag af barnauppeldi og kórónuveirufaraldrinum gat haft neikvæð áhrif á parsamböndin. Misjafnt var þó hversu útsjónarsöm pörin voru við að gefa sér tíma til að rækta parsambandið og hversu mikinn stuðning þau fengu í formi barnapössunar til að rækta samband sitt. Niður- stöðurnar gefa vísbendingar um að erfitt geti reynst að rækta ástríðu í parsamböndum þegar pör upplifa mikið álag. Skapandi hugsun og sveigjanleiki virðist geta verið lykillinn að því upplifa ánægju í parsambandinu þrátt fyrir mikið álag.

Efnisorð


samskipti;parsambönd;barnauppeldi;kórónuveira

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir