Milli Mála
Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni.
Skoða tímarit | Nýjasta hefti | Nýskráning
Netla
Skoða tímarit | Nýjasta hefti | Nýskráning
Ritröð Guðfræðistofnunar
Skoða tímarit | Nýjasta hefti | Nýskráning
Stjórnmál og stjórnsýsla
Stjórnmál og stjórnsýsla (e. Icelandic Review of Politics and Administration) er vísindatímarit sem birtir niðurstöður rannsókna á íslenskum stjórnmálum og viðfangsefnum sem tengjast opinberri stefnumótun. Greinar með víðari skírskotun koma þó einnig til álita, einkum greinar sem uppfylla gæðaviðmið tímaritsins og beita samanburðaraðferðum eða gera grein fyrir kenningarlegum eða aðferðafræðilegum nýjungum. Tímaritið tekur við greinum stjórnmálafræðinga og fræðimanna á skyldum sviðum sem fjalla um stjórnmál, opinbera stjórnsýslu og efni sem tengjast opinberri stefnumótun.
Tímaritið birtir greinar á ensku eða íslensku og er gefið út á vefformi tvisvar á ári; vorhefti um miðjan júní og hausthefti um miðjan desember. Prentuð útgáfa fræðigreina beggja tölublaða fyrra árs kemur úr í mars árið eftir. Skilafrestur greina er 1. apríl fyrir vorheftið og 1. október fyrir haustheftið.
Tímaritið er öllum opið á netinu samkvæmt skilmálum Creative Commons BY (4.0).Skoða tímarit | Nýjasta hefti | Nýskráning
Tímarit um menntarannsóknir
Skoða tímarit | Nýjasta hefti | Nýskráning
Tímarit um uppeldi og menntun
Tímarit um uppeldi og menntun kemur út tvisvar á ári og er tekið á móti greinum allt árið. Tímaritið birtir greinar að jafnaði í þeirri röð sem þær eru tilbúnar til birtingar.
Skoða tímarit | Nýjasta hefti | Nýskráning
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði. Það er gefið út af viðskipta- og hagfræðideildum Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands. Í ritnefnd sitja fulltrúar allra aðila ásamt ritstjóra. ISSN nr. vefútgáfu 1670-4851.
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál stefnir að útgáfu annars tölublaðs 16. árgangs veftímaritsins á árinu 2019 í desember næst komandi. Skilafrestur fyrir innsendar greinar er 1. október 2019. Sniðmát fyrir greinar má finna hér.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands hefur umsjón með útgáfuferli tímaritsins. Höfundar senda inn handrit sín að greinum á Kjartan Pál starfsmann stofnunarinnar á netfangið: kps@hi.isSkoða tímarit | Nýjasta hefti | Nýskráning
Uppeldi og menntun
Upppeldi og menntun er fyrst og fremst vettvangur fræðilegrar umfjöllunar um efni tengt uppeldi og skólastarfi, en einnig fer þar fram umræða og skoðanaskipti um álitaefni er varða starfshætti og stefnumótun fyrir mennta- og uppeldisstofnanir.
Nýtt tímarit hefur tekið við af Uppeldi og menntun. Tímarit um uppeldi og menntun.